Bragi Guðmundsson hefur ákveðið að æfa og spila á Selfossi í vetur. Hann hefur skrifað undir venslasamning frá Grindavík og bætist í frábæran hóp kornungra leikmanna sem mynda hóp Selfossliðsins.

Bragi er einn af efnilegustu ungu leikmönnum landsins, verður 17 ára í október nk. en hefur þegar gert sig gildandi með yngri landsliðum Íslands.

Bragi er kraftmikill og fjölhæfur bakvörður með ótal sóknarvopn í vopnabúri sínu. Hann stefnir hátt og langt, vinnur hörðum höndum að markmiðum sínum og smellpassar því í okkar unga leikmannahóp.

Velkominn, Bragi!!!