FSU-Akademía teflir fram tveimur drengjaflokksliðum. Þau eru búin að spila einn leik hvort á Íslandsmótinu og hafa báðir tapast.

FSU-A „skrapp“ á Ísafjörð laugardaginn 6. október og heimsótti Vestra í fyrsta leik vetrarins. Óhætt er að segja að okkar drengir hafi verið lengi í gang og voru þeir að elta allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta var staðan orðin 20-12 fyrir heimamenn og hélst sá munur út hálfleikinn en staðan var 35-26 þegar gengið var til búningsklefa. Þriðji leikhluti spilaðist mjög illa fyrir okkar menn og var munurinn orðinn 18 stig fyrir síðasta leikhlutann 59-41. Það kviknaði loks smá barátta í lok 4. leikhluta en það var ekki nóg og 71-60 tap því staðreynd.

B-lið FSU fékk svo sterkt lið Keflvíkinga í heimsókn í gærkvöldi og að tapaði leiknum  52-90. Þetta var frumraunin hjá mörgum af okkar strákum og gengur bara betur næst!

Næsti leikur: KRb-FSub 16. okt. kl. 20:00