Gregory Tchernev-Rowland hefur skráð sig í akademíu Selfoss-Körfu við FSu. Hann er frá Búlgaríu en hefur spilað í Póllandi undanfarið, og kemur í akademíuna til að bæta sig líkamlega og tæknilega sem körfuboltamaður og mun í leiðinni styrkja æfinga- og leikmannahóp 1. deildarliðs Selfoss.

Gregory  er 19 ára gamall, tæplega 7 feta miðherji með góðar hreyfingar í teignum, og ágætur íþróttamaður af svo stórum og ungum strák að vera. Gregory lék síðastliðið tímabil með liði frá Varsjá í Póllandi í m.fl. og einnig með U20 liði félagsins,sem var í hópi betri liða í landinu í þeim aldursflokki.

Hjartanlega velkominn, Gregory.

Youtube vídeó