Á miðvikudaginn kemur, 7. september, verður árlegur „búningadagur“ Selfoss-Körfu og Errea. Þá geta nýir iðkendur pantað sér hinn flotta Selfossbúning til að klæðast í keppni og á æfingum, og að sjálfsögðu þeir sem eru hugsanlega vaxnir upp úr gamla búningnum.

Margt fleira en keppnisbúningur er í vörulínunni og hægt að kynna sér úrvalið á heimasíðu Errea, á eftirfarandi slóð: https://shop.errea.is/felagslid/Selfoss-Karfa

Sölumenn Errea verða í anddyri Vallaskóla frá kl. 16-18 þennan dag og taka niður pantanir.