Tveir leikmenn Selfoss eru tilnefndir úr 1. deild karla hjá Eurobasket. Christian Cunningham er í liði ársins – og Kristijan Vladovic fær „heiðurstilnefningu“, sk. „Honorable Mention“.

Þess má geta að Cunningham var framlagshæsti leikmaður deildarinnar (33,7), frákastahæstur (17,3), og sá fjórði stigahæsti (22,3).

Kristijan Vladovic skoraði 15 stig, gaf 4,7 stoðsendingar og skilaði 13,8 framlagsstigum að meðaltali.

Tengill á eurobasket.com