Það var gott að fá Jón Svan Sverrisson frá Körfuboltasambandinu í heimsókn í körfuboltaakademíuna undanfarna tvo daga til að kenna nmendum okkar undirstöðuatriðin í dómgæslu. Að loknu námskeiðinu hafa nemendur réttindi til að dæma í minniboltamótum – og hver veit nema einhverjir þeirra verði orðnir alþjóðadómarar áður en yfir lýkur!

Sjáum til með það, en dómgæsla er mikilvægur hluti af leiknum og öllum, ekki síst leikmönnum, hollt að öðlast betri skilning á reglum og þeim rökunum sem liggja dómum til grundvallar.

Í kaupbæti má svo gera því skóna að dómgæsla í fjölliðamótum hjá félögunum hér á svæðinu muni batna verulega héðan í frá og ungir dómarar gangi þar að verki sínu af meira sjálfstrausti en áður.

 

Takk fyrir komuna, Jón Svan!

Meðfylgjandi myndir eru teknar á námskeiðinu, en annar hópurinn var í Iðu í gær en hinn í Gjánni í dag.

Fleiri námskeið af svipuðum toga eru fyrirhuguð í akademíunni á næstunni.