Afreksbúðir KKÍ voru haldnar helgarnar 22.-23. ágúst og 29.-30. ágúst. Áttum við alls sjö fulltrúa en þau Aðalbjörg Sara Bjarnadóttir, Arnór Daði Viðarsson, Birkir Hrafn Eyþórsson, Birkir Máni Sigurðarson, Gísli Steinn Hjaltason, Sigurður Darri Magnússon og Unnar Örn Magnússon voru öll boðuð á þessar æfingar. Öll stóðu þau sig með miklum sóma og var vinnusemin alveg til fyrirmyndar. Verður gaman að fylgjast með þessum sem og öðrum ungum og efnilegum leikmönnum okkar þroskast og bæta sinn leik í vetur. Nokkuð ljóst að framtíðin er björt á Selfossi.