Þessir flottu fulltrúar Selfoss Körfu í minniboltanum fengu loksins að keppa um síðustu helgi eftir langa bið. Það var mikil eftirvænting þegar mótið hófst og leikgleðin skein úr hverju andliti.
Gleðin hélt sér allt mótið og allir lögðu sig virkilega fram í hvert skipti sem stigið var á völlinn.
Margir flottir sigrar náðust og tilþrifin oft einkar glæsileg.
Áfram Selfoss!