Selfoss vann ÍR b auðveldlega í 12. flokki karla í gær. Leikið var á heimavelli Selfoss í Gjánni og úrslitin 125-80. Enn einn stórsigurinn hjá strákunum okkar.

Nú á liðið bara einn leik eftir í deildarkeppninni, gegn sameinuðu afli Þórs og Hamars á morgun, föstudag 14. apríl, kl. 19:30 í Þorlákshöfn. Fyrri tvo leiki þessara liða vann Selfoss létt, annan  með 40 stigum og hinn með 48 stigum, þannig að líkurnar á sigri Selfoss eru talsverðar á morgun, þó enginn leikur sé unninn fyrirfram. Leikurinn skiptir ekki máli hvað varðar lokastöðu í deildinni, þar er Selfoss öruggur sigurvegari, og eini spenningurinn varðar það hvort Selfoss klárar deildarkeppnina taplaust, en liðið hefur unnið alla leikina hingað til, 21 að tölu, með talsverðum yfirburðum.

ÁFRAM SELFOSS!!!