Lið 12. flokks drengja vann enn einn stórsigur yngriflokkaliða Selfoss sl. þriðjudagskvöld þegar liðið mætti ÍA á Akranesi. Reiknað hafði verið með jafnari leik, þar sem ÍA er með 4 leikmenn í U18 úrvalshópnum, og það eru strákar sem hafa haft hlutverk í meistaraflokksliði Akurnesinga, sumir hverjir.

ÍA skoraði fyrstu körfuna í leiknum en það var eina skiptið sem Skagamenn voru yfir, og eins og fram hefur komið varð sigurinn stór, 68-107, eða 39 stiga munur Selfossi í hag.

Stigahæstir í Selfossliðinu voru Birkir Hrafn með 19 stig, Ari Hrannar með 18, Styrmir skoraði 13, Tristan 12 og Birkir Máni 11.

Selfoss hefur nú unnið alla 10 leiki sína í 12. flokki en næstur í töflunni er Skallagrímur með hlutfallið 8/3.

Næsti leikur 12. flokks er gegn ÍR þriðjudaginn 3. janúar kl. 20:30.

ÁFRAM SELFOSS!!!