Það er sérstakt ánægjuefni fyrir Selfoss Körfu að tilkynna formlegt samstarf félagsins og íþróttavöruframleiðandans Errea.

Fyrirtækið er þekkt innan margra íþróttagreina en fótbolti og körfubolti hafa verið mest áberandi hjá fyrirtækinu hér á landi undanfarin ár vegna samstarfs við bæði knattspyrnu- og körfuboltalandsliðin.

Selfoss Karfa bætist í hóp nokkurra annarra félaga, m.a. félaga í Dominosdeildunum. Fjölbreytt samstarf við jafn öflugan framleiðanda er lykilatriði fyrir félagið til að lyfta umgjörð þess og ímynd.

Fjögurra ára samstarfssamningur Errea á Íslandi og Selfoss Körfu undirstrikar sameiginlega sýn aðila á vöxt og viðgang körfuboltaiðkunar meðal ungmenna á Íslandi. Errea veit hvað þarf til að framleiða gæðafatnað fyrir körfuboltamenn og því er samstarfið góð lausn fyrir félagið og núverandi sem framtíðarleikmenn þess.

Fjölbreytt úrval af fatnaði verður fljótlega í boði í netverslun á heimasíðu Errea á Íslandi, undir tenglinum www.shop.errea.is. Á síðunni verður sérstakur hnappur fyrir félagið og hægt að skoða þar bæði fullorðins- og barnafatnað með félagsmerki Selfoss Körfu.

Tilkynnt verður um það næstu daga þegar hnappur Selfoss verður virkjaður og netverslunin opnuð.

Á meðfylgjandi mynd staðfesta Hafsteinn Ómar Gestsson, sölustjóri Errea, og Gylfi Þorkelsson, formaður Selfoss Körfu, samstarfið með handabandi.

 

Errea and Selfoss Karfa partnership

We at Selfoss Karfa are excited to announce a new partnership with sports clothing brand Erreà.

The company is known in a variety of sports, but football and basketball have been in the spotlight for them in recent years because of the involvement with both the football and basketball national teams.

While also being involved with a couple of other top league Icelandic teams, we feel this is a key addition for Selfoss Karfa to continue to grow the program.

A 4 year partnership between Erreà and Selfoss karfa has been formulated as they share our vision of growing youth basketball in Iceland. They understand what it takes to make quality sports clothing for basketball players so we feel this is the ideal solution for our current and future players.

A wide range of clothing will soon be available online to order from the companies Icelandic website in the link provided. www.shop.errea.is
A selection of our adult and kids clothing will be shown with Selfoss branding. Stay tuned and we’ll announce when the online store is active.

On the picture Halldór Ómar Gestsson, Errea Sales Manager, and Gylfi Þorkelsson, Selfoss Karfa chairman of borad, confirm the partnership.