Í dag voru æfingahópar yngri landsliða kynntir og voru fimm leikmenn frá Selfossi Körfu valdir í æfingahóp. Allir leikmennirnir eru hluti af gríðarlega sterkum 2006 árgangi okkar Selfyssinga. Drengirnir sem valdir voru heita Birkir Hrafn Eyþórsson, Birkir Máni Sigurðarson, Gísli Steinn Hjaltason, Sigurður Darri Magnússon og Unnar Örn Magnússon. Þeir hafa lagt mikið á sig síðustu árin, æft vel og eru duglegir að taka leiðsögn. Þeir eru því virkilega vel að þessari tilnefningu komnir.

Því miður verða engar æfingar á milli jóla og nýárs eins og hefð er fyrir en tilnefningin engu að síður mikil hvatning fyrir drengina og verður spennandi að sjá hvað gerist á nýju ári þegar keppni hefst að nýju.

Við óskum drengjunum okkar innilega til hamingju með árangurinn, framtíðin er svo sannarlega þeirra.

 

F.v. Gísli Steinn, Unnar Örn, Birkir Máni, Birkir Hrafn og Sigurður Darri