Selfyssingar fóru með 8 lið til leiks á Fjölnismótið, tvö 8 ára, þrjú 9 ára og þrjú 10 ára. 37 iðkendur í heildina.

Selfoss 1. (8 ára) spiluðu virkilega vel og sýndu mikla frammför með skemmtilegri spilamennsku. Selfoss 2. (8 ára) sýndu mikla framför með hverjum leiknum. Margir af þeim að spila á sínu fyrsta móti og stóðu sig mjög vel.

Selfoss 3. (9 ára) Stóðu sig frábærlega og gerðu sér lítið fyrir að vinna alla leiki. Þeir voru félaginu til sóma bæði innan sem utanvallar. Selfoss 4. (9 ára) Spilaði skemmtilegan körfubolta og voru margir iðkendur í þessum hóp sem að voru að taka þátt á sínu fyrsta móti. Þeir sýndu einnig mikla framför á milli leikja. Selfoss 5.(9 ára) Voru virkilega flottir á mótinu og spiluðu hjartað úr sér og sýndu miklar tilfiningar fyrir leiknum og stóðu sig með prýði.

Selfoss 10 ára tóku þátt í bikarmóti þar sem spilað var í tveimur riðlum og efstu liðin í hvorum riðli spiluðu til úrslita. Selfoss 7. (10 ára) Spiluðu hörku körfubolta og skildu allt eftir á gólfinu. Strákarnir sýndu góðar frammistöður í öllum leikjunum og spilamennskan batnaði með hverjum leik. Selfoss 8. (10 ára) Voru með marga stráka að spila á sínu fyrsta móti og voru sér og félaginu til fyrirmyndar. Miklar bætingar voru hjá strákunum og gaman að sjá nokkra taka sín fyrstu körfuboltaskref.

Selfoss 6. (10 ára) Gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leikina sína í riðlinum með frábæri spilamennsku bæði varnarlega og sóknarlega. Í úrslitum mættu þeir sterku liði Stjörnunnar sem fóru einnig taplausir inní úrslitaleikinn. Selfyssingar héldu áfram frábærri spilamennsku og enduðu á að vinna úrslitaleikinn 19-11.

Virkilega skemmtilegu móti lokið og margar góðar minningar.