Um helgina fór fram Nettómót ÍR sem haldið er fyrir 4. bekk og yngri. Mótið fór fram í nýrri og glæsilegri höll ÍR og var skipulag mótsins til mikillar fyrirmyndar. Frá okkur fóru 5 lið og 31 iðkandi. Það var mikið um glæsileg tilþrif og framfarir gríðarlega miklar. Leikgleðin skein úr andlitum allra og klárt er að þarna er að finna margar framtíðarstjörnur Selfoss Körfu.