Það er þétt dagskráin hjá leikmönnum og þjálfurum þeirra í vikunni.

Í kvöld, þriðjudaginn 23.10 tekur drengjaflokkur FSu-Akademíu á móti Grindavík í Gjánni. Leikurinn hefst kl. 20:30

Á föstudagskvöldið kl. 20:00 spilar Selfoss á útivelli í 1. deild karla gegn Fjölni, í Íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Grafarvogi.

Dagninn eftir, laugardaginn 27. október, leikur unglingaflokkur karla gegn sama félagi á sama stað. Leikar hefjast kl. 12:30

Annasamri viku lýkur sunnudaginn 28. október. Þann dag ferðast drengjaflokkur FSu-Akademíu til Sauðárkróks og leikur gegn Tindastóli kl. 12:00. Einnig keppir stúlknaflokkur gegn KR í DHL höllinni við Frostaskjól kl. 17:30.

Það er því nóg að gera hjá Kalla og Chris að undirbúa lið sín og fylgja þeim eftir vítt um land.