Covid er á sveimi um allt samfélagið, eins og alþjóð veit. Það hefur raskað leikjaplani Selfossliðsins verulega undanfarið, þar sem veiran stakk sér niður meðal leikmanna og þjálfara liðsins. Fjórar viðureignir hefur þurft að færa til, sumar tvisvar.

Leik gegn Hetti sem fara átti fram í byrjun desember var frestað fram í byrjun janúar vegna veikinda fyrir austan og svo aftur vegna veikinda hjá okkur. Leikurinn er nú á áætlun 31. janúar á Egilsstöðum.

Leik gegn Haukum var frestað vegna veikinda hjá okkur og átti að fara fram nk. mánudag, 24. janúar, en hefur nú verið frestað aftur vegna Covid í Haukaliðinu. Ekki er komin ný dagsetning.

Leikur hér heima gegn Hrunamönnum, sem leika átti í gær, er nú á dagskrá mánudaginn 7. febrúar.

Leikir gegn Álftanesi föstudaginn 28. janúar og gegn Hamri 4. febrúar eru enn á upphaflegri áætlun.

Nú eru því þrír útileikir í röð, áður en kemur að innanhéraðsviðureign gegn Hrunamönnum.

ÁFRAM SELFOSS!!!