Aðalfundur Selfoss-Körfu, sem fresta varð vegna samkomutakmarkana, verður haldinn þriðjudaginn 6. apríl næstkomandi kl. 20:00. Vegna aðstæðna verður fundurinn haldinn á Netinu, í gegnum fjarfundabúnað. Vakin er athygli á því að fundurinn er öllum opinn en „kjörgengi og atkvæðisrétt hafa einungis skráðir félagar sem eru orðnir lögráða“, skv. 5. grein laga félagsins.

Stjórnin.