FSU mætti Þór Akureyri í drengjaflokki í gær á heimavelli á Selfossi og vann öruggan og góðan sigur, 123-78.

Leikurinn var jafn mestan hluta fyrsta fjórðungs, helst vegna þess að Akureyringar voru illviðráðanlegir í fráköstum og fengu oft 2-3 tækifæri til að skora. Í stöðunni 18-18 urðu nokkur vatnaskil með ferskum vindum af bekknum og liðið tók völdin með því að pressa allan völlinn og fékk í kjölfarið mörg ódýr stig úr hraðaupphlaupum og náði góðri forystu með 13-0 kafla, þar sem 5 leikmenn skiptu milli sín stigunum. Staðan eftir 10 mín. var 33-21 fyrir heimamenn.

Í öðrum leikhluta sýndi FSU liðið mátt sinn með ákefð í varnarleiknum og góðum liðsbolta í sókninni, en Sæmundur var sjóðheitur og setti 24 stig í fyrrihálfleik, m.a. margar þriggjastiga körfur. Staðan í hálfleik var 64-36.

Í seinni hálfleik hélt FSU liðið áfram að láta boltann ganga hratt manna á milli og leita alltaf að tækifærum til hraðaupphlaupa. Þessi hraði leikur gaf liðinu fullt af opnum skotum. Þrátt fyrir að liðið hafi aðeins slakað á í varnarleiknum verður að hrósa Þórsliðinu fyrir góða baráttu og einn leikmaður þeirra, Andri (nr. 27), skoraði hvorki meira né minna en 41 stig. Vel gert.

Lokatölur 123-78 eins og fyrr segir, og allir leikmenn FSU áttu skínandi dag. Gaman er líka að segja frá því að Ísak Perdue náði fyrstu þreföldu tvennunni innan liðsins í vetur. Sérstaklega var líka ánægjulegt að Eyþór Orri, sem á við meiðsli að stríða, átti sinn þátt í sigrinum með ódeigum stuðningi á hliðarlínunni. Frábær sigur hjá þessu skemmtilega liði samheldinna og efnilegra leikmanna okkar Sunnlendinga.

Stig FSU skoruðu: Sæmundur Þór 28, Sigurður Dagur 25, Arnar Dagur 15, Sigmar 15, Páll Magnús 14, Ísak Júlíus 10, Dagur 6, Aron Ernir 5.

 

Good performance at home by the FSU- U18 team

Yesterday, FSU’s U18 Team hosted and beat Þór Ak at Selfoss by an expressive 123-78 score.

A good start from the visitors, who were causing a lot of trouble by scoring on second (and third) chance opportunities, made it a close game for most of the first quarter. However, with some new energy off the bench, FSU improved on the defensive end by playing full court pressure. Thanks to the newly found defensive effort by FSU, the team went on a 13-0 run in which 5 different players scored. First quarter ended with a 12 point lead (33-21) for the home team.

Second quarter confirmed FSU’s superiority based on defensive aggressiveness and team play, with Saemundur’s 24 first half points highlighting the list of top scorers. 64-36 was the result on the scoreboard after the first two quarters.

Throughout the second half, FSU kept sharing the ball and looking for fast break opportunities that allowed for open shots. Even though defensive effort dropped, credit must also be given to the opposing team and one player in particular who ended the game with 41 points scored – number 27, Andri.

The final score was a 123-78 win for FSU’s team in which all 8 players had a strong a showing. One note of curiosity for Ísak’s achievement: our first triple double of the season. And one special note of appreciation for Eythor who is a big part of the team, but was still stuck helping on the sidelines due to injury.

Scorers for FSU: Sæmundur Þór 28, Sigurður Dagur 25, Arnar Dagur 15, Sigmar 15, Páll Magnús 14, Ísak Júlíus 10, Dagur 6, Aron Ernir 5.