Sameiginlegt lið Selfoss/Hamars/Þórs Þ./Hrunamanna er Íslandsmeistari 2021 í 10. flokki stúlkna eftir 37-48 sigur á Fjölni í úrslitaleik í Mathús Garðabæjarhöll Stjörnunnar.
 
Fjölnir hóf leikinn betur, en lið Árnesinga tók forystuna í öðrum leikhluta. Fjölnir lék frábærlega í þriðja leikhluta og tók forystuna að nýju, en endaspretturinn var okkar, og þar með sigurinn.
 
Þrjár stúlkur, þær Elladís, Rebecca og Lilja, eru fulltrúar Selfoss í meistaraliðinu og við óskum þeim, og liðinu öllu auðvitað, innilega til hamingju með titilinn.
 
Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitillinn í kvennaflokki á Selfossi, og því stór tímamót í félaginu.
 
Ekki náðu önnur lið að gera alvöru atlögu að titli í ár en nokkrar væntingar voru til staðar um að bæði unglingaflokkur karla og 9. flokkur karla myndu a.m.k. leika til úrslita á Íslandsmótinu. Bæði liðin mættu hins vegar illa stemmd til leiks í undanúrslitum og töpuðu leikjum sínum, 9. flokkur gegn Haukum og unglingaflokkur gegn Stjörnunni, sem síðan hampaði titlinum.