Ákveðið hefur verið að „gamlársleikurinn“, Selfoss – ÍA í 1. deild karla, sem settur hafði verið á 30. desember nk. verði færður til og leikinn nk. laugardag, 11. desember kl. 19:15. Þetta er gert að beiðni ÍA, svo erlendir leikmenn og þjálfarar komist heim til sín í stutt jólafrí.

Síðasti leikur Selfoss á þessu ári verður því útileikur 17. desember, gegn Sindra í Hornafirði, og ekkert leikið milli jóla og nýárs eins og stóð til.

Fyrsti leikur á nýju ári verður svo heimaleikur gegn Fjölni þriðjudaginn 4. janúar kl. 19:15