Selfoss og Sindri áttust við í gærkvöldi, á bóndadaginn sjálfan, í 1. deild karla. Leikurinn fór fram í Gjánni á Selfossi og þó húsið sé ágætlega vindþétt má segja að leikurinn hafi endurspeglað veðurlagið utandyra; það gekk á með töluverðum hryðjum en þó munurinn hafi verið aðeins 7 stig í lokin, 88-81, var Selfossliðið betra, leiddi allan leikinn örugglega svo lokatölurnar gefa ekki nákvæma mynd af gangi leiksins, þó þær gefi vissulega hárnákvæma mynd af úrslitunum!!

Selfoss byrjaði á því að skora fyrstu körfurnar en eftir 5 mínútur var Sindri kominn yfir 13-17, eftir mjög góðan sprett og frábæra hittni. Jafnt var, 20-20 eftir 8 mín. en eftir það hélt Selfossliðið forystunni til leiksloka.

Eftir 14 mínútur stóð 34-25 en Sindri skoraði ekki stig næstu 4 mínúturnar og heimaliðið jók forskotið í 17 stig, 42-25. Þá vaknaði Sindri og setti 7 stig á töfluna gegn 4 og í hálfleik var 14 stiga munur, 46-32.

Á 24. mín var Selfoss aftur að sleikja 20 stiga múrinn, 56-38, og sóknarleikurinn bæði hraður og flæðandi. En þá kom fjögurra mínútna þurrð hjá Selfyssingum og Sindri minnkaði muninn í 11 stig, 56-45. Þriðja hryðjan gekk yfir Hornfirðinga í kjölfarið og þegar 8 mín. lifðu leiks var Selfoss 20 stigum yfir, 75-55. En þá fengu heimamenn að kenna á því og fengu byl mikinn í fangið sem þeir hröktust undan í var, í stað þess að setja undir sig hausinn. Sindrahríðin hin síðasta fór 13-26, munurinn fór niður í 4 stig en Selfoss skoraði 3 síðustu stigin og reimaði þar með fasta hettuna. Mikilvægur, og nauðsynlegur sigur í höfn.

Þessi leikur var of sveiflukenndur hjá okkar mönnum. Þegar þeir voru allir á sömu blaðsíðu og spiluðu sinn leik, hratt og óhikað, þá var engin spurning hvort liðið var betra. En það vantaði eitthvað, einhvern stöðugleika eða kjark til að gera út um leikinn þegar munurinn var orðinn þægilegur og Sindri gafst aldrei upp, nýtti sín tækifæri og kom til baka. Gestirnir voru líka löngu komnir í bónus þegar þeir loks fengu dæmda á sig sína fyrstu villu í síðasta leikhlutanum – og þótti sumum undarlegt. Annars var leikurinn ekki illa dæmdur þegar á heildina er litið.

Ignas Dauskis var bestur Sindraleikmanna, stöðug ógn af honum fyrir utan þriggjastigalínuna (5/6) og að auki seigur í gegnumbrotum og fráköstum. Hann skoraði 21 stig og tók 11 fráköst. Andrée Michelsson var líka góður, setti 25 stig, Robert Norton skoraði 15 og Erikas Jakstys sömuleiðis. Árni Birgir Þorvarðarson skoraði þau 5 stig sem upp á vantar.

Christian Cunningham var maður leiksins með 26 stig, 21 frákast, 7 stoðsendingar, 3 varin skot og 48 framlagspunkta. Hann kryddaði frammistöðu sína með 3 fallegum troðslum sem áhorfendur kunnu vel að meta. Stórleikur hjá honum.

Kristijan Vladovic var tæpur fyrir leik vegna smávægilegra meiðsla en hélt í meðaltal sitt, 16 stig, 5 stoðsendingar og 16 í framlag. Mikið munaði um að fá Maciek loks til baka úr meiðslum en hann skoraði 15 stig og var mjög beittur í byrjun leiks en leikformið eðlilega ekki 100% í fyrsta leik í einhverja 2 mánuði. Arnór Bjarki Eyþórsson skoraði 10 stig, tvo fallega þrista (2/3) og 10 í framlag. Svavar Ingi skorðaði 8 stig. Rhys 5, Arnór Bjarki Ívarsson 4, (+4 fráköst og 3 stoðir), Sigmar 2 stig (+ 5 fráköst) og Alex 2 stig.

Tölfræði leiksins

Upptaka af leiknum

Næsti leikur er úti gegn Álftanesi og þá reynir á okkar menn að sýna sitt besta.

 

Much needed win against Sindri

Much needed win for Selfoss Karfa last night against Sindri to keep the playoff hopes alive, 88-81. The guys played their asses off as usual, it’s the standard they’ve set themselves so it’s hard to ask for much more. But, after leading by 19-20 points a couple times, we have to learn to separate and value every possession.

Both teams came out to a hot start scoring 17 points in the first 4 and half minutes, but slowed down to end the quarter 25-24.Selfoss continued to pile on the pressure at the defensive end to lead to some fast break opportunities, and pulled the score away to lead 46-32 at halftime.
The tempo of the game started to slow in the third with a 19-18 scoring quarter, partly because of both teams getting to the line multiple times.
The fourth quarter Sindri piled on the pressure making some difficult shots and Selfoss were a bit unlucky at the offensive end, rushing multiple offenses didn’t help. But Selfoss closed the game with some disciplined possessions 88-81.

Player of the game: Christian Cunningham with 26 points, 21 rebounds, 7 assists, 3 blocks.

Game statistics

Full game link