Selfoss var rétt í þessu að leggja Vestra að velli á Ísafirði, 74-77. Þetta er því merkilegra af því að okkur vantaði báða miðherjana, Maciek meiddur og Adam Smári upptekinn með Haukum, gegn liði með besta miðherja deildarinnar. Glæsilegt strákar!!!
Það er skammt stórra högga á milli því Selfossliðið fær nú nætursvefn á Ísafirði og ferðast heim á morgun en strax á sunnudaginn bíður næsta ferðalag, upp í Borgarnes þar sem við mætum Skallagrími í 16 liða úrslitum Geysisbikarsins.
Áfram Selfoss!!!