Selfoss-Karfa óskar félagsmönnum og aðstandendum þeirra, styrktaraðilum, stuðningsfólki og velunnurum öllum gleðilegra jóla og sendir kærar kveðjur og þakkir fyrir stuðning og samstarf á árinu sem er senn liðið í aldanna skaut.

Þetta var brokkgengt ár í boltanum, hæðir og lægðir eins og vera ber, gleðilegir áfangar og glæstir sigrar í bland við hóflegan skammt af vonbrigðum.

Með einlægum þökkum fyrir sig sendir félagið óskir um göfug og metnaðarfull markmið á nýju ári, gæfu og gengi innan sem utan vallar, og minnir á að kapp er best með forsjá, að meginmarkmið og kjarni íþróttastarfs er heill og hamingja iðkendanna.

Takk fyrir okkur.