Minniboltinn í 1.-4. bekk fékk góða heimsókn í dag frá nágrönnum okkar í Hamri. Leiknir voru nokkrir leikir og gleðin á andlitum barnanna skein í gegn. Greinilegt að framtíðin okkar hafi verið ánægð með að fá loksins nokkra leiki og sáust á löngum köflum glæsileg tilþrif. Margir iðkendur voru að spila sína fyrstu leiki fyrir Selfoss Körfu,  megi þeir verða sem flestir.

Við þökkum Hamri kærlega fyrir heimsóknina og vonandi verður þetta endurtekið sem fyrst.