Gunnar Steinþórsson, leikmaður Selfoss á liðnu tímabili, hefur fengið fullan skólastyrk og heldur vestur um haf á næstunni til að nema við ST Cloud University í Minnesota og spila körfubolta með skólaliðinu í 2. deild háskólakörfuboltans, NCAA. Gunnar er þar með fjórði leikmaður Selfoss sem Chris Caird, yfirþjálfari Körfuboltaakademíu félagsins við FSu, hefur aðstoðað við að fá skólastyrk á þessu ári.

Gunnar hefur lagt gríðarlega hart að sér síðan hann skráði sig í akademíuna fyrir ári síðan og kom á Selfoss. Hann stóð sig líka mjög vel í 1. deildinni með Selfossliðinu. Nú fær hann launað erfiðið og draumarnir rætast.

Selfoss Karfa er afar stolt af sínum mönnum, en vegna breyttra reglna út af Covid hefur verið mun erfiðara en ella að koma leikmönnum að í háskólum á þessu stigi.

Til hamingju, Gunnar!!!