Selfoss/Hrunamenn héldu vestur yfir Heiði í dag til að keppa við Fjölni í unglingaflokki. Leikurinn fór fram í Egilshöll og úr varð æsilegur leikur þar sem liðin skiptust oft á forystunni og lokaatriðið sannarlega dramatískt, skot aftan við miðlínu og BANG, flautukarfa sem tryggði sigur okkar manna!

Fyrsti leikhluti var býsna jafn, liðin stunduðu heiðarleg vöruskipti á körfum, en Selfoss/Hrunamenn leiddu að honum loknum með litlum mun. Í öðrum hluta var svipað uppi á teningnum, liðin spiluðu ágæta vörn og skiptust nokkuð jafnt á körfum en Fjölnir leiddi með 2 stigum í hálfleik.

Í þriðja hluta stigu okkar menn á bensíngjöfina og náðu forystunni upp í tveggja stafa tölu fyrir lokafjórðunginn. Stemmningin var með okkar strákum fyrstu mínúturnar í fjórða og munurinn fór upp í 15 stig. Sá munur hélst þar til 4 mínútur voru eftir en þá kviknaði á skyttum Fjölnis sem röðuðu niður þriggjastigakörfunum og félagar þeirra gerðu usla í sóknarfráköstum. Selfoss/Hrunamenn slökuðu á bensínfætinum og hleyptu Fjölni aftur inn í leikinn, auk þess að klikka á 5 af 7 vítaskotum þegar 1:20 mín. voru eftir af leiknum.

Þegar aðeins 16 sek. voru eftir var þetta 4 stiga leikur og Fjölnir í sókn. Þeir gerðu sér lítið fyrir og settu „and one“ þrist í andlitið á okkur. Þeir setja vítið niður og jafna leikinn þegar 2 sekúndur eru eftir á klukkunni. Okkar lið, sem átti ekki leikhlé eftir til að nýta við þessar aðstæður, tók boltann inn og fann Arnór Bjarka rétt innan við miðlínu. Hann fer beint í skotið og …..!! EKKERT NEMA NET!!

Frábær sigur Selfoss/Hrunamanna í æsispennandi leik.

Flautukarfa Arnórs Bjarka

*Arnór 18 stig
Alex 17
Kristijan 11
Rhys 9
Bergvin 9
Páll 2
Orri 2

Buzzer beating 3 from behind half court

Selfoss /Hrunamenn travelled to Egillsholl to play an U20 game against Fjolnir today. A crazy game with multiple lead changes and a game winning buzzer beating 3 from half court.

The first quarter was pretty even with both teams trading baskets. Selfoss/Hrunamenn finished the quarter with a small lead. Again, the same going through the second quarter with both teams playing good defense. This time fjolnir going into halftime with a 2 point lead.

In 3rd quarter Selfoss picked it up and stretched a double digit lead going into the 4th. The momentum was with Selfoss going through the first minute in the 4th, going to a 15 point lead. It stayed this way until 4 minutes to go. Fjolnir come out with some hot shooting from 3 and intense offensive rebounding. Selfoss took their foot off the gas and let them back in. Also, missing 5 of 7 free throws with 1 minute 20 seconds left.

Now it‘s a 4 point game with 16 seconds to go. Fjolnir come down and hit an and1 3 with just over 2 seconds left on the game clock. They make the freethrow to tie the game. Selfoss with no timeouts left inbound the ball to Arnór who takes a 3 pointer from just behind half court. Nothing but net! Selfoss/Hrunamenn win!

Arnór’s shot

*Arnór Bjarki with a game high 18 points for Selfoss/Hrunamenn
Alex 17
Kristijan 11
Rhys 9
Bergvin 9
Páll 2
Orri 2