KKÍ hefur gefið út hertar reglur fyrir áhorfendur á leikjum sem taka þegar gildi og þeir sem hyggjast sækja leik Selfoss og Skallagríms í Gjánni nk. föstudagskvöld kl. 19:15 eru beðnir um að kynna sér þær og fara eftir þeim í hvívetna. Jafnframt að sýna þolinmæði og virða tilmæli starfsfólks félagsins í gæslu.

 • Áhorfendafjöldi er takmarkaður við 110 manns
 • Allir þurfa sem fyrr að kaupa miða í „Stubb“
 • Grímuskylda er fyrir alla áhorfendur
 • Ársmiðahafar eru beðnir um að mæta tímanlega – þeir ganga ekki fyrir þegar að fjöldatakmörkunum kemur
 • Öll sæti í stúkunni eru númeruð
 • Sæti eru með 1 metra millibili á alla kanta
 • Allir áhorfendur þurfa að skrá sig við innganginn í stúkuna vegna smitrakningar: A.m.k. nafn, kennitala, símanúmer
 • Allir áhorfendur fá númeraðan miða við komu. Númerið vísar til sætis viðkomandi. Enginn má sitja annars staðar en í því sæti sem númerið vísar til, og ekki færa sig í annað sæti meðan á leik stendur
 • Í sóttvarnaskyni er engin veitingasala á heimaleikjum Selfoss
 • Áhorfendur forðist hópamyndun fyrir leik, á meðan á leik stendur og eftir leik
 • Þessar reglur gilda á öllum heimaleikjum, ekki bara á meistaraflokksleikjum.
 • Sjá hér: Reglur KKÍ og HSÍ um framkvæmd æfinga og keppni

Góða skemmtun og ÁFRAM SELFOS!!!