Í dag skrifaði Hlynur Hreinsson undir leikmannasamning og verður hann því áfram á Selfossi næsta árið.

Hlynur spilaði 10 leiki fyrir félagið eftir áramót á nýliðnu tímabili, skoraði 10,4 stig og gaf 3,5 stoðsendingar að meðaltali. Leikstjórnandinn knái hefur leikið á Selfossi síðan 2014 að undanskildu haustinu 2018 þegar hann var í Grindavík.

Hlynur er 26 ára gamall og er ætlað það hlutverk að leiða ungt lið efnilegra leikmanna í 1. deildinni. Félagið fagnar því að fá að njóta fimi hans og útsjónarsemi og býður hann hjartanlega velkominn til leiks.

Fleiri fréttir af leikmannamálum verða birtar hér á síðunni á næstu dögum og smám saman eftir því sem fram vindur.