Hlynur Hreinsson er genginn til liðs við Selfoss á ný og styrkir liðið verulega fyrir lokasprettinn í 1. deildinni. Hlynur kemur frá Grindavík en þar hafði hann ekki fengið mörg tækifæri til að sýna sig það sem af er keppnistímabili, spilaði aðeins rúmar 9 mínútur að meðaltali. 

Í ljósi þeirra breytinga sem orðið hafa á liðsskipaninni með nýjum erlendum leikmönnum er kærkomið að fá til baka svo góðan leikstjórnanda.

Hlynur hefur undanfarin ár verið í framvarðarsveit Selfossliðsins og iðulega yljað stuðningsmönnum þess með góðum leik og flottum tilþrifum.

Selfoss-Karfa fagnar þessum tíðindum og býður Hlyn hjartanlega velkominn.