Það fór eins og vænta mátti að Selfoss vann síðasta leik sinn á Íslandsmóti 12. flokks í gær gegn Þór/Hamri. Munurinn varð þó minni en í fyrri leikjum liðanna, aðeins 22 stig, 94-72.

Selfoss endar með 44 stig á toppi deildarinnar, taplaust með 22 sigurleiki, en næsta lið, Skallagrímur sem á 2 leiki eftir, getur mest náð í 36 stig.

Frábær árangur hjá strákunum, sem allir nema 1-2, spila „upp fyrir sig“ og eru enn í 10. og 11. flokki.

ÁFRAM SELFOSS!!!