Stelpurnar í 8. flokki spiluðu um helgina með sameiginlegu liði Hamars/Selfoss í 2. umferð Íslandsmótsins. Báðir leikirnir á laugardeginum voru æsispennandi en annar þeirra vannst með 2 stigum á meðan hinn tapaðist með 5 stigum. Á sunnudeginum töpuðust báðir leikirnir en stelpurnar náðu engu að síður að halda sér uppi í B-riðlinum. Þrátt fyrir að úrslitin hafi látið á sér standa var gaman að fylgjast með baráttunni og lögðu stelpurnar sig allar fram í leikjunum fjórum. Næsta mót er ekki fyrr en í febrúar og því góður tími til þess að æfa vel og bæta sig.