Stjórn KKÍ hefur ákveðið að blása af keppnistímabilið 2019-2020 vegna Covid 19 veirunnar. Þegar hafði verið ákveðið að keppni í yngriflokkum og neðri deildum meistaraflokka yrði hætt en í dag sendi stjórnin frá sér yfirlýsingu varðandi Dominosdeildir karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna. Hvorki lokaumferðirnar í deildunum né úrslitakeppnir verða því spilaðar.

Staðan í deildunum nú er því lokastaða. Engir Íslandsmeistarar verða krýndir 2020 en Stjarnan er deildarmeistari í Dominosdeild karla og Valur í Dominosdeild kvenna. Fjölnir fellur úr Dominosdeild karla og Grindavík úr Dominosdeild kvenna.

Höttur er deildarmeistari í 1. deild karla og flyst upp í Dominosdeildina næsta keppnistímabil. Fjölnir er deildarmeistari í 1. deild kvenna og flyst upp í Dominosdeild kvenna. Engar aðrar breytingar verða á þessum deildum.

Yfirlýsing KKÍ