NLEC körfuboltabúðum Selfoss-Körfu hefur verið aflýst þetta árið. Það eru mikil vonbrigði fyrir félagið að neyðast til að taka þessa ákvörðun, því gríðarleg vinna hafði verið lögð í undirbúning og skipulagningu búðanna, og lagt í töluverðan kostnað sem að mestu er tapaður. Þrátt fyrir einbeittan vilja til að fresta búðunum og halda þær síðsumars er það ómögulegt, þar sem um er að ræða alþjóðlegar búðir með fjölda erlendra þjálfara og þátttakenda. Óvissan með millilandaflug er of mikil og ástandið, sérstaklega í Bandaríkjunum, er þannig að það er með öllu óraunhæft að halda í vonina lengur.

Þeir sem voru búnir að skrá sig og greiða staðfestingargjald eru vinsamlegast beðnir að hafa seamband í tölvupósti á selfosskarfa@gmail.com og gefa upp reikningupplýsingar fyrir endurgreiðslu – sem mun berast eins fljótt og kostur er.