Í dag var undirritaður og handsalaður samstarfssamningur milli Krisp veitingastaðar og Selfoss Körfu. Samningurinn er til tveggja ára og felur í sér afar mikilvægan stuðning við starf félagsins.

Krisp veitingastaður er rúmlega ársgamall veitingastaður í sífellt fjölbreyttari flóru á Selfossi, staðsettur í miðbænum, að Eyravegi 8. Eigendur staðarins eru hjónin Birta Jónsdóttir framreiðslumeistari og Sigurður Ágústsson matreiðslumeistari og fyrrum landsliðskokkur.

Krisp veitingastaður býður upp á fjölbreyttan matseðil, bæði í hádeginu frá 11:30-14:00 og á kvöldin. Staðurinn er ársgamall einmitt um þessar mundir, opnaður í október 2018.

Á myndinni handsala eigendur staðarins, Birta Jónsdóttir og Sigurður Ágústsson, og Gylfi Þorkelsson, formaður félagsins, samstarfið.

Takk fyrir okkur, Siggi og Birta!