Lagnaþjónustan ehf. gekk í dag til liðs við stuðningsmannasveit Selfoss Körfu með undirritun þriggja ára styrktarsamnings. 

Lagnaþjónustan er öflugt fyrirtæki á sínu sviði á Suðurlandi og víðar og við hlökkum til gjöfuls og metnaðarfulls samstarfs við það næstu árin. Það er sameiginlegt markmið beggja aðila að hafa alltaf eitthvað í pípunum!! 

Á meðfylgjandi mynd handsala Björn Ásgeir Björgvinsson, framkvæmdastjóri Langnaþjónustunnar, og Gylfi Þorkelsson, formaður Selfoss-Körfu, nýundirritaðan samning.

Takk kærlega fyrir stuðninginn.