Það er nóg að gera þessa dagana hjá liðunum okkar sem leika í deildakeppni, leikið nánast alla daga. Framundan er mikil törn, daglega frá 20. – 24. apríl hjá ungmennaflokki og báðum 11. flokksliðunum, en 12. flokkur hefur lokið sínum leikjum. Þess ber að geta að það eru sömu leikmennirnir að stórum hluta sem skipa þessi lið.

11. flokkur a leikur 20. og 21. apríl, ungmennaflokkur 22. og 23. apríl og 11. flokkur b leikur 24. apríl.

Af þessum 5 leikjum eru þrír heimaleikir, 20. apríl kl. 20:30, 23. apríl kl. 15:00 og 24. apríl kl. 21:00.

Það eru því góð tækifæri fyrir hvern sem er að kíkja á blómlegt uppeldisstarf félagsins núna þegar styttist í vorið og lok keppnistímabilsins.

ÁFRAM SELFOSS!!!