Selfoss fór létt með sameinað lið Garðbæinga og Álftnesinga í ungmennaflokki á sunnudaginn var. Leikurinn fór fram í Forsetahöllinni á Álftanesi og Stjarnan/Álftanes tefldi fram öllum sínum helstu hestum en það dugði ekki til gegn frísku Selfossliði, sem vann leikinn örugglega, 78 – 106.

Selfoss er í öðru sæti 1. deildar í þessum aldursflokki með 26 stig eftir 17 leiki (13/4), en Breiðablik er á toppnum með 30 stig (15/2).  Næsti leikur Selfoss er gegn Val heima í Gjánni nk. sunnudag, 26. mars, kl. 18:00.

Selfoss á eftir fimm leiki í ungmennaflokki, sá síðasti er heimaleikur gegn Þór Ak. 23. apríl. Þá tekur við úrstlitakeppni en undanúrslit verða leikin helgina 29.-30 apríl og úrslitaleikir allra yngri aldursflokka verða leiknir helgina 13.-14. maí.

Það verður spennandi að sjá hvort Selfossliðið gerir sig ekki gildandi í keppninni um Íslandsmeistaratitilinn, en félagið á í safni sínu einn Íslandsmeistaratitil (2008) og tvo bikarmeistaratitla (2006 og 2008) í unglingaflokki karla og væri gaman að bæta í safnið. En það er hægara um að tala en í að komast, og alltaf best að vera með báða fætur á jörðinni og halda sig við það markmið að gera sitt besta í hverju verkefni.

Staðan í ungmennaflokki

ÁFRAM SELFOSS!!!