Maciek Klimaszewski er nú óðum að jafna sig á þeim bakmeiðslum sem hrjáðu hann og komu í veg fyrir að hann gæti spilað lungann úr síðasta tímabili og skrifaði í gær undir samning um að leika með Selfossliðinu á komandi tímabili.

Þessi 24 ára, 205 sm. miðherji byrjaði af krafti sl. haust og náði 7 leikjum áður en bakið gaf sig, spilaði rúmar 20 mínútur og skilaði á þeim tíma 9,1 stigi og 10,1 í framlag.

Eftir erfiða tíma horfir til betri vegar og vonandi að þessi hæfileikaríki leikmaður geti beitt sér af fullu afli og komið sér í stand til að láta verulega að sér kveða.

Velkominn til baka, Maciek!