Unglingaflokkur spilaði í gær við Fjölni í bikarkeppni KKÍ. Leikurinn fór fram á heimavelli okkar í Gjánni og honum lauk með sigri Fjölnis, 72-100.

Þrátt fyrir þetta mikinn mun í lokin var miklar framfarir að sjá í leik okkar stráka. Þeir börðust eins og ljón gegn hávaxnasta unglingaflokksliðinu á landinu, og skarð var fyrir skildi þar sem vantaði tvo byrjunarliðsmenn í okkar lið, þá Orra og Elvar.

Munurinn á liðunum skapaðist á tveimur 2-3 mínútna köflum sem Fjölnir vann 13-0. Að öðru leyti var leikurinn jafn. Áætlunin var að vinna í svæðisvörninni, þar sem við eigum ekki mannskap til að verjast einn á einn gegn jafn hávöxnum leikmönnum og Fjölnir hefur á að skipa í teignum. Palli og Arnór stóðu sig frábærlega í fráköstum bæði í vörn og sókn og bakverðirnir okkar voru duglegir að fylla í eyðurnar í svæðisvörninni með virkum handahreyfingum og tali. Aðeins vantaði þó upp á að liðið væri nógu snarpt að komast út í skytturnar fyrir utan þegar boltinn barst á veiku hliðina.

Í sókninni voru okkar menn góðir að keyra inn í vörnina, finna svo skytturnar ef hjálparvörn barst, en fara annars sterkt á körfuna. Sérstaklega voru Bjössi og Sigurjón öflugir þar.

Fyrri skorpa Fjölnis kom þegar Palli varð fyrir hnjaski og sat utan vallar heilan fjórðung og seinni skorpan þegar Bjössi, Palli og Hlynur þurftu að yfirgefa völlinn með 5 villur snemma í fjórða fjórðung.

Stig Selfoss/Hamars/Hrunamanna: Sigurjón 17, Björn Ásgeir 17, Arnór 14, Arnar Dagur 9, Hlynur Snær 8, Páll 7. Benedikt, Sigurður og Viktor skoruðu ekki en lögðu sín lóð á vogarskálarnar.