Marvin Smith Jr. kom á Selfoss frá Bandaríkjunum og spilaði fyrir Selfoss í 1. deild karla í fyrra, keppnistímabilið 2018-2019. Hann hefur nú skrifað undir hjá Tigers Tuebingen í ProA í Þýskalandi. Heimasíðan tók viðtal við Marvin um reynslu hans af Selfossdvölinni:

1. Hvernig metur þú, á heildina litið, dvölina á Selfossi?

Heildarreynslan mín var góð. Allir tóku mjög vel á móti mér, liðið, þjálfararnir og aðdáendurnir. Mér leið eins og Selfoss væri heimilið mitt að heiman. Augljóslega hefði ég vilja ná fleiri sigrum og titlum fyrir Selfoss en fyrir utan það var reynslan mín á dvölinni góð.

2. Hvaða áhrif hafði starfið á Selfossi á þig, innan sem utan vallar?

Prógrammið hjálpaði mér að þróa leiðtogahæfileika mína, sem fylgir því að vera eldri náunginn í liðinu. Ég fann mig ábyrgan fyrir því að liðið stæði sig eins vel og það mögulega gat.

3. Hvernig hefur þetta nýst þér við að byggja upp ferilinn, eftir háskólaárin?  

Það hjálpaði mér að sýna allt sem ég hafði á fram að færa hæfileikalega séð, sem ég gæti boðið liðum í framtíðinni uppá.

4. Mælir þú með starfinu í hér? Hvers vegna?  

Já, ég mundi mæla með því til leikmanna sem eru að leita að tækifæri til að vera hluti af prógrammi sem á eftir að taka á móti þér með opnum örmum og hjálpa þér að þroskast sem leikmaður.

5. Út frá reynslu þinni í ólíkum löndum og á öllum stigum körfuboltans, hvaða ráð vilt þú gefa næstu kynslóð sem fer í gegn um Akademíuna okkar?

Aðal málið er að halda áfram að æfa sig af hörku. Aldrei láta dag líða án þess að vinna í að bæta leik þinn. Nýttu þér hverja æfingu, styrktaræfingu og leik. Og til þess að ná árangri, verða allir að gera þetta saman sem lið.

6. Hvað, úr körfuboltastarfinu okkar, nýttist þér í framhaldinu?

Það mikilvægasta sem ég lærði í prógramminu var að meta hvern leikmann fyrir sig í liðinu, og hans hlutverk. Allir leikmenn og öll hlutverk í liðinu eru mikilvæg fyrir liðið til að ná árangri.

7. Hvað stendur upp úr í minningunni, af atburðum „utan vallar“?

Já, hefðbundnir sunnudagskvöldverðir hjá Hlyni og fjölskyldunni hans voru mjög eftirminnilegir, ásamt því að fara í Bláa lónið og heimsækja þekkta staði á Íslandi eins og hina ýmsu fossa og Geysi. Ísland er fallegur staður.

8. Hefur þú einhver góð ráð handa erlendum leikmönnum til að undirbúa sig fyrir dvöl hér?

Nýta tækifærin með liðinu. Æfa vel og æfa saman. Hlusta á þjálfarana og einbeita sér að einum degi í einu.

(English Version)

Marvin Smith Jr. came to Selfoss from the USA and played for Selfoss Karfa in the 2018-2019 season. For the upcoming season Marvin recently signed with Tigers Tuebingen (ProA, Germany).
Selfoss-Karfa asked him a few questions about his experience in Selfoss:

1. How was your overall experience at Selfoss?

My overall experience was good. I felt like everyone on the team, coaches, and fans really welcomed me and made Selfoss feel like a home away from home. Obviously I would have liked to bring more wins and a championship to Selfoss but other than that my experience was good.

2. How did the program develop your game on and off the court?

The program helped me develop and enhance my leadership skills by being a older guy and the teams primary option I had to work on making sure the team was performing at its best ability while also holding myself accountable.

3. How did this benefit you starting your career outside of college here?

It allowed me to showcase my full arsenal of skills that I could offer to teams in the future.

4. Would you recommend this program and why?

Yea I would recommend it to a player who’s looking to have a chance of being a apart of a program that is going to welcome, embrace you, and help you grow as a player.

5. Being experienced in basketball at multiple levels, in different countries, what advice could you give the next generation coming through our academy?

My biggest advice would be to continue to work extremely hard. Never let a day go by when you don’t improve or work on your game. Take advantage of every practice, workout, lift, and game. And in order to do it together you must do it together as a team.

6. What did you take from our program to your next team/basketball situation?

The biggest thing I took from the program was to value each person on the team and their role. Everyone and every role is vital to the team success.

7. Are there any experiences from your time here that you remember most outside of basketball?

Yea some of my memorable experiences would be going to enjoy a traditional Sunday dinner at with hylnur and his family at his parents house. Going to the blue lagoon. And visiting the waterfalls, geysir’s, and other landmarks in Iceland. Iceland is a beautiful place.

8. Is there any advice you could give to foreign players to prepare them for their time here?

Embrace your opportunity with the team. Work hard and together. Listen to the coaches and focus on one day at a time.