Selfoss og Snæfell áttust við í 1. deild karla í gærkvöldi. Leikið var í Gjánni, heimavelli Selfossliðsins, og voru Selfyssingar með tögl og hagldir allan tímann, léttleiki og kraftur skein af liðinu og niðurstaðan öruggur sigur heimamanna, 96-77.

Selfossliðið tók strax frá upphafi forystuna og völdin og eftir 9 mínútur var munurinn orðinn 15 stig, 28-13. Um miðjan annan hluta munaði 21 stigi, 43-22, og í hálfleik var staðan 49-31. Selfoss glataði einbeitingunni í upphafi seinni hálfleiks og Snæfell nýtti sér það vel, skoraði 11 stig gegn engu og minnkaði muninn í 49-42 á undraskömmum tíma. Þá kviknaði á ljósavél Selfyssinga og þeir svöruðu í sömu mynt, 11-0 á næstu þremur mínútum og staðan 60-42 eftir 25 mín. leik. Þegar fjórði leikhluti hófst leiddi Selfoss með 16 stigum, 70-54. Þegar 4 mínútur voru eftir munaði 28 stigum, 94-66, og úrslit ráðin. Snæfell lagaði stöðuna með 2-11 kafla síðustu mínútúrnar.

Christian Cunningham var magnaður sem fyrr í Selfossbúningnum; 25 stig, 23 fráköst, 4 stoðsendingar, 5 varin skot, 3 stolnir boltar og 50% skotnýting gáfu honum 46 framlagspunkta og 31 í +/-. Fólk er orðið góðu vant frá honum.

En maður leiksins verður samt að teljast Arnór Bjarki Eyþórsson sem skein eins og sól í heiði á sjóðheitum sumardegi. Fullur sjálfstrausts fann hann fjölina sína, setti 5/8 í þristum og nýtt 61%
skota sinna, var stigahæstur á vellinum með 27 stig, tók 4 fráköst og gaf 3 stoðsendingar. Því fylgir alltaf stolt og gleði þegar leikmenn úr yngriflokkastarfinu blómstra í meistaraflokki.

Maciek Klimaszewski var líka mjög góður í gær, 9/12 í skotum og 18 stig á töfluna. Annars stóð liðið allt sig vel, það var samheldni og baráttugleði sem smitaðist upp í stúku og það er eftirsóknarvert. Kristijan Vladovic skoraði 9 og gaf 6 stoðsendingar á annarri löppinni,Hlynur Logi skoraði 6 og gaf 3 stoðsendingar, Alex 5 stig og 3 fráköst, Svavar Ingi 3 stig, Sigmar Jóhann 2 og Páll Ingason 1 stig.

Hjá Snæfell sýndi Aron Ingi Hinriksson hvers hann er megnugur, negldi hvorki meira né minna en 7 þristum úr aðeins 14 tilraunum. Benjamin Young Kil og Brandon Cataldo skoruðu 13 stig hvor.

Þegar tölfræðiskýrslan er skoðuð vekur athygli hve vítanýtingin er slök hjá báðum liðum, en ekki síður að Selfossliðið fékk aðeins 6 vítaskot í öllum leiknum, á meðan Snæfell skaut 21. Það er ekkert annað en útópískt ævintýri að Cunningham, sem er mest að athafna sig í teignum, sem næst körfunni, fær ekkert einasta víti, og raunar enginn af stóru strákunum í Selfossliðinu. Að ekki sé talað um Sigmar, sem var duglegur að brjóta sér leið upp að körfunni, en uppskar aðeins tæknivíti fyrir erfiði sitt og áræðni.

Tölfræði leiksins

Myndasafn Björgvins Rúnars Valentínussonar

Tilþrif leiksins (Christian bringing down the rim again)

Upptaka af leiknum:

Playoff hopes kept alive / Selfoss 96 – Snæfell 77

Selfoss hosted Snæfell last night in a must win game to keep Selfoss playoff hopes alive. Selfoss Karfa jumped out to a quick start, moving the ball well and making shots from the perimeter. Along with a strong inside game, Selfoss finished the quarter up 12 (30-18).

The second quarter was more about defense for both teams, Selfoss limiting Snæfell at 13 points to close the half 49-31 to Selfoss. Selfoss lost focus in the third quarter, allowing Snæfell to get open shots giving them energy to up their defensive intensity. Snæfell outscored Selfoss by 2 in this quarter 21-23.

The last quarter was back and forth with both teams relaxing on defense. Both teams having many uncontested shots led to a 26-23 quarter. The game finishing with a comfortable win for Selfoss 96-77.

Players of the game: Christian Cunningham filled up the stat sheet with a monster line, 25 points, 23 rebounds, 4 assists, 5 blocks, 3 steals. Another notable performer was Arnór Eyþórsson, a Selfoss product that had a game high 27 points (career high), 4 rebounds and 3 assists. Maciek (18 points) and Kristijan (9points, 6 assists) also played well for Selfoss.

Game statistics

Photos by Björgvin Rúnar Valentínusson

Highlights (Christian bringing down the rim again)

Full game link