Strákarnir í minnibolta 11 ára kepptu um helgina á sínu öðru Íslandsmóti í vetur. Mótið var haldið í Keflavík og fóru 10 strákar frá Selfossi og spiluðu þeir í tveimur liðum. B-liðið byrjaði mótið af krafti og vann báða sína leiki á laugardeginum á meðan a-liðið tapaði báðum sínum. Á sunnudeginum töpuðust báðir leikirnir hjá b-liðinu en a-liðið vann annan leikinn sinn. Úrslitin þýða að bæði lið halda sér í sínum riðli en bæði eru þau skráð í C-riðil. Gaman er að fylgjast með þessum liðum spila og leikgleðin er alveg til fyrirmyndar en einungis fjórir strákar af þessum tíu voru að æfa síðasta vetur. Strákarnir hafa tekið gríðarlegum framförum frá síðasta móti og verður gaman að fylgjast með þeim í vetur.