Nóg er að gera á flestum vígstöðvum. Sambíómótinu er nýlokið með góðri þátttöku Selfosskrakkanna en nú hefst ný vika með nýjum verkefnum.

Í dag kl. 17:30 spila stúlkurnar í 10. flokki Þórs/Hrun/Self/Hamars heimaleik á Flúðum gegn Haukum og strax á eftir, á sama stað, er leikur í 10. fl. drengja, en þar á Selfoss einn flulltrúa í liði Þórs/Hrunamanna.

Seinna í kvöld, kl. 19:15 hefst leikur Selfoss og Tindastóls í Geysisbikar karla á heimavelli okkar í Gjánni.

Á miðvikudaginn, 6. nóv., er leikur FSU og Vals í drengjaflokki, kl. 19:00 á Flúðum.

Selfossliðið fer út í Hveragerði og mætir Hamri í 1. deild karla á föstudaginn 8.11. kl. 19:15

Keppnisvikunni lýkur svo laugardaginn 9.11. þegar unglingaflokkur Selfoss/Hrunamanna mætir Haukum á Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 15:45.

Það er sem sagt í mörg horn að líta …