Um helgina fór fram hið árlega Nettómót í Reykjanesbæ. Þetta hefur lengi verið eitt helsta mótið hjá minniboltanum og mikið um að vera. Þetta mót var engin undantekning þar á og þeir 49 iðkendur sem fóru frá okkur skemmtu sér konunglega. Að þessu sinni voru 10 lið skráð frá 1. bekk upp í 5. bekk.
Það voru spilaðir margir leikir, farið í hoppukastala, bíó, sund og margt fleira. Gaman var að fylgjast með iðkendum okkar sem sumir hverjir voru að stíga sín fyrstu skref á körfuboltavellinum. Gleðin og baráttan skein úr andlitum allra og ljóst er að við getum verið stolt af unga fólkinu okkar. Hlökkum til að fylgjast með þeim í framtíðinni. Áfram Selfoss!