Í kvöld hefst keppni á ný eftir jólafrí með leik Selfoss og Fjölnis í 1. deild karla. Leikurinn er í Gjánni og hefst kl. 19:30.

Engar breytingar hafa verið tilkynntar á sóttvarnareglum og því er heimild yfir 100 áhorfendum í tveimur sóttvarnahólfum, 50 í hvoru. Byrjað verður á að hleypa áhorfendum inn í syðra sóttvarnahólf, um aðalinngang Vallaskóla. Ef það fyllist verður opnað fyrir áhorfendur um aðalinngang íþróttahússins.

Eins og vant er skulu áhorfendur skrásetja sig með kennitölu og símanúmeri, spritta hendur, halda sig í sínu sæti og forðast samneyti við ótengda.

A lið 10. flokks drengja hefur keppni á Akranesi á fimmtudaginn 6. jan. kl. 20:00 og sama dag heimsækir Selfoss Hauka í Hafnarfirði í 1. deild karla kl. 18:00

Nóg er um að vera um helgina. B lið 10. flokks drengja leikur gegn Val á laugardaginn kl. 13:30 og gegn Hetti sunnudaginn 9. jan. kl. 12:00. Báðir leikirnir eru heima í Gjánni.

Drengjaflokkur leikur útileik á laugardaginn 8. janúar gegn Haukum í Hafnarfirði kl. 16:00 og svo strax aftur á sunnudaginn 9. jan. gegn KR í Frostaskjóli kl. 15:00.

9. flokkur á heimaleik gegn Keflavík laugardaginn 8. jan. kl. 15:30.

Mánudaginn 10. jan. er svo á dagskrá þriðji leikur Selfoss í 1. deildinni á einni viku, þá liggur fyrir ferðalag til móts við Hött austur á Egilsstöðum kl. 19:15.

Leik unglingaflokks, sem leika átti í gær, mánudaginn 3. janúar, var frestað til betri tíma.

Hér hafa því verið taldir upp heilir 9 leikir næstu vikuna. Og meira í pípunum, sem sagt verður frá þegar þar að kemur.