Unglingaflokkur Selfoss/Hamars vann Njarðvíkinga í gær heima í Gjánni, 105 – 89. Þetta var annar sigurleikur liðsins í röð, en nýlega voru ÍRingar lagðir að velli.

Ungu strákarnir okkar, áttu skínandi leik. Styrmir (16 ára) skoraði 26 stig og Birkir Hrafn (15 ára) 16 stig í sínum fyrsta leik  með unglingaflokki. Þá fékk Sigurður Logi (15 ára) sína fyrstu eldskírn á þessum vettvangi.

Vito (26 stig) og Ísar Freyr (22 stig), meginstoðir liðsins, voru líka mjög góðir gegn jafnöldrum sínum sem spila í Subwaydeildarliði Njarðvíkur.

Selfoss/Hamar er nú með 50% sigurhlutfall eftir 10 leiki en fjórir leikir eru eftir og verða spilaðir á næstu 18 dögum. Næst mætir liðið Fjölni á útivelli, síðan Breiðabliki og Þór Þ. heima og að lokum Stjörnunni/Álftanesi úti mánudaginn 4. apríl.

Þetta hefur verið tætingslegt tímabil fyrir unglingaflokksliðið. Fyrir utan frestanir vegna ófærðar og Covid verið mikil leikmannavelta vegna meiðsla. En þarna hafa ungir strákar fengið ágæta reynslu og munu nýta hana sér til framdráttar.

ÁFRAM SELFOSS!!!