Körfuknattleiksfélag Selfoss sendir félögum, starfsfólki, bakhjörlum og velunnurum sínum bestu kveðjur með óskum um gleði og gæfuríkt nýtt ár, og þakkar kærlega fyrir góð störf og allan stuðning á liðnu ári.

Þrátt fyrir skugga faraldurs hefur starfið gengið framar vonum undanfarna mánuði, æfingar og keppni að mestu samkvæmt áætlun og félagið í stöðugum vexti. Ekkert væri gert án okkar góðu bakhjarla og styrktaraðila og fá þeir sérstakar þakkir.