Á föstudaginn 16. nóvember kom hún Sigríður Elva, leikmaður í minnibolta 6 ára, færandi hendi með 4 splunkunýja bolta ætluðum yngstu iðkendum félagsins. Þessir boltar eru léttari en hefðbundnir minniboltar og henta því einstaklega vel fyrir byrjendur í körfubolta. Þökkum við Sigríði og foreldrum hennar þeim Málfríði Ernu og Jóni Sveinberg kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.