Það er ekki heiglum hent að fylgjast með öllum vendingum í keppnisdagatali körfuboltasambandsins. Fjölmörgum leikjum í öllum deildum og flokkum hefur verið frestað og fundinn staður seinna í dagatalinu. „Nýjustu tölur“ má sjá á síðunni hér til hliðar, nýjustu úrslit og næstu leiki í öllum flokkum sem leika í deildakeppni.

Keppnisdaga aldursflokka sem spila í helgarmótum má finna á vefsíðu KKÍ, með því að smella á hlekkinn HÉR og velja „Fjölliðamót yngri flokka“.