Eftir þónokkrar vendingar hefur loksins tekist að landa þjálfara til félagsins, og er hann nú kominn á Selfoss. Hann heitir Ivica Petrić og er 33 ára frá Króatíu / Bosníu-Herzegovinu.

Petrić er fyrrum leikmaður sem hefur einbeitt sér að þjálfun undanfarin 5 ár, allt frá börnum og unglingum til atvinnumanna, hefur sérhæft sig í þróun leikmanna og lagt sig fram við að afla sér færni og þekkingar á námskeiðum og með samskiptum við reynda þjálfara.

Petrić var síðust tvö ár aðstoðarþjálfari hjá karlaliði HKK ZRINJSKI MOSTAR sem leikur í efstu deild í Bosníu-Herzegovinu og þrjú árin þar á undan aðalþjálfari í íþróttaakademíu í Mostar, sem yfir 300 ungmenni sækja árlega í hinum ýmsu íþróttagreinum.

Sem leikmaður lék Petrić með HKK ZRINJSKI MOSTAR og fleiri liðum í Bosníu-Herzegovinu og einnig í Albaníu.

Petrić hefur fengið úrvals meðmæli, bæði sem metnaðarfullur þjálfari, góður kennari og traustur einstaklingur.

Selfoss Karfa hlakkar til að vinna með þessum áhugasama þjálfara og væntir mikils af samstarfinu.